Skip to main content

CS#7 - Skipulag strandsvæða með NBS á Íslandi

Body

This page is also available in English English Flag

Þessi rannsókn samanstendur af sýnishornssíðu. Hún hefur enga fylgissíðu.

 

DS#7 - Norðurslóðir (Ísland)

Play

Dæmisagan á 5 mínútum

 

location icon

Staðsetning

Rannsóknarsvæðið samanstendur af nokkrum fjörðum á austurhluta Íslands: Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði og Djúpavogi. Þetta er strandsvæði sem einkennist af djúpum fjörðum umkringdum háum, bröttum fjöllum (líflandfræðigerð: Norðurslóðir) og er um 23,000 km² að flatarmáli.   

CS7a

 

description icon

Lýsing á svæðinu

Val á rannsóknarsvæðum fyrir þetta verkefni byggir á þeim stöðum á Austurlandi þar sem þegar er vöktun vegna flóðahættu, snjóflóðahættu, hættu á skriðuföllum og vatnafræðilegar aðstæður geta leitt til þess að ár flæði yfir bakka sína.  Til þessara svæða teljast Seyðisfjörður, Norðfjörður, Reyðarfjörður og Eskifjörður. Þar að auki nær rannsóknin einnig að hluta til Berufjarðar og Djúpavogs en þar er að finna einu laxasláturhúsin á Austurlandi. 

Climatic

Lýsing á svæðinu

Climatic Challenges

Planned activities

Planned activities

Vinnan í NATALIE snýst um að þróa nákvæm stærðfræðilíkön sem meta hættur og koma auga á hentugar NBS (náttúrumiðaðar lausnir) sem leiða til aukins styrks, endurheimtar og aðlögunarhæfni gagnvart hættum af völdum loftslagsbreytinga.  Þar að auki verða þróuð líkön sem kortleggja áhrif þess að innleiða þær NBS sem verða þróaðar.   

Markmið með innleiðingu náttúrumiðaðra lausna (NBS) 

•    NBS sem öflug náttúruvernd: verndun strandsvæða og sjálfbær framleiðsla sjávarafurða, hentug búsvæði fyrir dýr og plöntur,  
•    NBS fyrir sjálfbæra nýtingu fiskistofna og fiskeldis,  
•    NBS sem verndar nærsamfélagið fyrir náttúruvá. 

Porgress

Framfarir

CS7 verkefnið á Austfjörðum á Íslandi hefur náð verulegum árangri í líkanagerð á ýmsum náttúruváum og í að kanna náttúrumiðaðar lausnir (NBS) til að draga úr tengdum áhættum. Helstu mögulegu náttúruvár sem greindar hafa verið á svæðinu eru skriðuföll, hækkun sjávarstöðu, flóð og þörungablómi sem hefur áhrif á vatnsgæði. Framkvæmt hefur verið ítarlegt mat á mögulegum NBS, þar sem meðal annars eru settar fram nákvæmar lýsingar, tilvísanir, ávinningur fyrir hamfaravarnir og aðlögun að loftslagsbreytingum, aðrir samhliða ávinningar, framkvæmanleiki, tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna (SDGs) og greining hagsmunaaðila. 

Mikil gagnaöflun hefur farið fram, þar á meðal víðtæk heimildasamantekt um NBS sem tengjast Íslandi og umfangsmikil rýmis- og tímagögn til margþættrar ákvarðanatöku með landfræðilegum upplýsingakerfum (MCDA-GIS). Háskólinn í Exeter (UNEXE) hefur líkanlagt mikilvæga ferla eins og hækkun sjávarstöðu og skriðuföll. Samráð við sérfræðinga frá háskólum, veðurstofum og við jarðvegsfræðinga hefur reynst lykilatriði við að meta framkvæmanleika og bestu mögulegu innleiðingarsvæði ákveðinna lausna. 

Þar að auki hefur verið þróuð keðjuverkunarlíkan til að meta áhrif á samtengd kerfi, svo sem heilbrigðisþjónustu og sjávarútveg, við mismunandi álagsaðstæður eins og mannafla­skerðingu. 

Að auki hefur verkefnið náð verulegum framförum í mati á þörungablóma og vatnsgæðum með notkun Sentinel-2 gervihnattamynda. Með beitingu gradient-boosted decision trees(LightGBM) hefur verið þróað nákvæmt líkan sem flokkar alvarleika þörungablóma í samræmi við staðla Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Þægilegt vefviðmót er nú í þróun til að miðla daglegum spálíkönum, sem styrkir bæði vöktun og viðbragðsgetu. 

 
CS7Progress1
Líkanagerð í CS7 – Ísland, Austfirðir

 

DS3Progress3

Víðtækt svið náttúruváa 
 

Náttúruvár á Austurlandi: 

  • Skriðuföll, hækkun sjávarstöðu og flóð, þörungablómi og vatnsgæði. 

Afmörkun/kortlagning allra NBS fyrir svæðið – í gegnum NBS-töflu.

Afmörkun/kortlagning allra NBS fyrir svæðið – í gegnum NBS-töflu. 
Felur í sér: dæmi um aðgerðir, lýsingu, heimildir, ávinning fyrir hamfaravarnir (DRR), ávinning fyrir aðlögun að loftslagsbreytingum (CCA), samhliða ávinning, framkvæmanleika, tengingu við heimsmarkmið SÞ (SDG) með hliðsjón af ESG, og nauðsynlega hagsmunaaðila. 

Umfangsmikil gagnaöflun um allar valdar áhættur. 

  • Ítarleg heimildasamantekt um mögulegar NBS á Íslandi og mikið magn rýmis- og tímagagna fyrir MCDA-GIS. 
  • Ferlar/áhættur sem UNEXE hefur hingað til líkanlagt: hækkun sjávarstöðu (SLR) og skriðuföll. 

Samráð við utanaðkomandi sérfræðinga. 

  • T.d. háskóla, jarðvegsfræðinga og veðurstofu; þetta er lykilatriði til að meta framkvæmanleika NBS og skilgreina hentug innleiðingarsvæði. 

Keðjuverkunarlíkan 

  • Unnið hefur verið að þróun keðjuverkunarlíkans 
CS7Progress3
Vinna við gerð líköna á kasköldum bilunum
Ambition

Markmið 

MARKMIÐ Á MEÐAN VERKEFNINU STENDUR 

Að þróa nákvæm stærðfræðilíkön fyrir áhættugreiningu og kortleggja afleiðingar af innleiðingu NBS. Að bera kennsl á og þróa hentugar NBS fyrir svæðið sem taka tillit til þekkingar og hefða nærsamfélagsins.  

MARKMIÐ EFTIR VERKEFNISLOK  

Að vernda náttúruna, umhverfið og samfélögin á Austurlandi.
Question

Spurningar 

Hefur þú velt því fyrir þér hvernig náttúran getur hjálpað okkur að takast á við loftslagsbreytingar? 
 NBS eru „lausnir innblásnar af og studdar af náttúru, sem eru hagkvæmar, veita um leið umhverfis-, félags- og efnahagslegan ávinning og hjálpa til við að auka viðnámsþol.“ 
 — Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, 2015. 

 Almenn þekking vísar til visku, innsýnar og reynslu sem hefur mótast í samfélögum sem hafa um aldir reitt sig á auðlindir hafsins og lifað við harðbýl íslensk skilyrði. (Stundum er einnig talað um hefðbundna vistfræðilega þekkingu.)
gallery

Myndir

Leaflet

Einblöðungur/Bæklingur)

CS7-leaflet  
 
Team

Samstarfsaðilar

MatisAusturbruGreenFishUNEXE 

 

© Copyright NatalieProject 2023 - 2028